Feigðarfegurð
Dauðinn er óhjákvæmilegur partur lífsins. Dauðinn er fallegur að því leiti að hann stendur fyrir breytingu. Hann skapar rými fyrir nýtt líf. Margir hræðast dauðann og eiga erfitt með að hugsa um hann eða ræða hann. Verkefnið er tilraun til þess að kafa dýpra, fram hjá hræðslunni og kvíðanum, fram hjá sorginni og söknuðinum, og finna ef til vill fegurð við endalok lífsins. Feigðarfegurð var útskriftarverkefni mitt til BA-gráðu við Listaháskóla Íslands.